GJALDSKRÁ

GJALDSKRÁ  

Eftirfarandi gjaldskrá er leiðbeinandi um endurgjald fyrir þjónustu Viðskiptahússins og dótturfélaga og gildir nema um annað hafi verið samið, þá til hækkunar eða lækkunar eftir eðli og magni viðskiptanna.  Þóknunarfjárhæðir í gjaldskránni eru tilgreindar með virðisaukaskatts.

KAUP OG SALA.

Fyrir sölu skráðra skipa og atvinnuhúsnæðis í almennri sölu er þóknun 3,5 % af söluverði, þó aldrei lægri en kr. 450.000,- auk útlagðs kostnaðar.

Fyrir sölu skráðra skipa og atvinnuhúsnæðis í einkasölu er þóknun skv. samkomulagi, þó aldrei lægri en kr. 450.000,- auk útlagðs kostnaðar.

Fyrir sölu íbúðarhúsnæðis er þóknun skv. samkomulagi, þó aldrei lægri en kr. 550.000,- auk útlagðs kostnaðar.

Fyrir sölu skipa og fasteigna milli landa er þóknun 5,0% af söluverði auk útlagðs kostnaðar, þó aldrei lægri en kr. 850.000,- auk útlagðs kostnaðar.

Fyrir ráðgjöf við sölu/kaup/sameiningu fyrirtækja er þóknun 5,0%  miðað við heildarverðmæti (enterprise value), þó aldrei lægri en kr. 750.000,- auk útlagðs kostnaðar.

Fyrir sölu og skipti á aflamarki greiða báðir aðilar þóknun 0,5% af söluverði.  Lágmarksþóknun fyrir hverja sölu er kr. 12.500,-.

Fyrir sölu og skipti á aflahlutdeild er þóknun 1,5% af söluverðmæti.

Fyrir aðstoð og/eða skjalafrágangur við sölu og kaup skráðra skipa  er þóknun 1% af söluverði, þó aldrei lægri en kr. 450.000.-

Fyrir aðstoð og/eða skjalafrágangur við sölu og kaup fasteigna er þóknun 1% af söluverði, þó aldrei lægri en kr. 450.000.-

Fyrir sölu félaga og atvinnufyrirtækja er þóknun 5% af heildarsölu, þ.m.t. birgðir en þó aldrei lægri  en kr. 750.000 auk útlagðs kostnaðar.

 

ÝMIS SKJALAGERÐ OG RÁÐGJÖF.

Tímagjald er kr. 30.000 pr klst.

Þóknun fyrir að fara yfir og athuga samninga og skjöl við sölu eða kaup fasteigna og skipa eða annarra eigna sem fasteignasali, lögmaður eða annar hefur gert er samkvæmt tímagjaldi auk útlagðs kostnaðar.

Í þeim tilvikum sem gerð veðleyfa, veðbandslausna, umboða, skuldabréfa og tryggingabréfa tengist ekki kaupsamningsgerð er þóknun kr.18.000.-  auk vsk. fyrir hvert skjal með vottun ef við á auk útlagðs kostnaðar.

Þóknun fyrir munnlega ráðgjöf og leiðbeiningar er samkvæmt tímagjaldi auk útlagðs kostnaðar eða föstu gjaldi eftir samkomulagi.

Eignaumsýsla, skuldaskil og uppgreiðsla lána. Þóknun fyrir vinnu við eignaumsýslu, gerð samninga um skuldaskil og uppgreiðslu lána er samkvæmt tímagjaldi.

 

ÞÓKNUN FYRIR LEIGUMIÐLUN

Þóknun fyrir gerð leigusamnings um atvinnuhúsnæði skal vera grunngjald kr. 65.000.- auk tímagjalds við gagnaöflun við samningsgerð auk útlagðs kostnaðar.

Þóknun fyrir gerð leigusamnings um einstakt íbúðarhúsnæði skal vera kr. 50.000.- auk kostnaðar við gagnaöflun.

Þóknun fyrir að annast milligöngu um að koma á leigusamningi skal samsvara mánaðarleigu hins leigða.

Sé leigusamningur gerður til fimm ára eða lengri tíma skal þóknunin samsvara tveggja mánaða leigu.

 

Gjaldskrá þessi gildir frá 1. desember 2017